Vignetting í PS

Vignette var ekki vel liðið hér áður fyrr en nú hamast menn við að reyna að fá gamaldags vignette fýling í myndirnar sínar. Enda er það bara töff. Oft.

Skilgreining á Vignette í boði Wikipedia:

In photography and optics, vignetting is a reduction in image brightness in the image periphery compared to the image center.

Semsé, horn myndarinnar verða dekkri en miðjan.

Sem dæmi get ég sýnt eina af myndum mínum, Luny.

Aðferðin:

  1. Hendið einhverju kvikindi inn í Photoshop.
  2. Búið til nýjan layer og nefnið hann Rjómaís
  3. Veljið Elliptical Marquee tólið (líklegast er rectangular (kassalaga) valið, en þá þarf að klikka og halda takkanum inni á tólið og þá kemur upp gluggi með nokkrum optionum)
  4. Í Feather skal rita frá 50-250, það fer eftir því hve stór myndin er og hversu hvöss áhrif þú vilt. Fikra sig áfram hér.
  5. Ef þið viljið fá einhvern hardcore skít þá skuluð þið draga hring á myndina sem nær ekki út í hornin, en annars skal draga hring frá horni í horn.
  6. Þvínæst skal ferðinni heitið í Select – Inverse.
  7. í framhaldi af því er farið í Edit – Fill og stillt á Black.
  8. Nú er kjörið að bakka aðeins og sjá hvernig annað gildi á Feather hefur áhrif á útkomuna. Mæli einnig með að fikta í Opacity á layernum til að fá daufari áhrif.

Og þá er fyrsta tútoríalnum mínum lokið. Vona að það sé gott íessu.

Leave a comment