Contrast

Hvað er contrast og hvernig má strjúka á honum kviðinn í Photoshop?

Þetta er góð spurning. Sjáum hvað Wikipedia hefur um þetta að segja.. Nei Guð hvað þetta er flókið hjá þeim.

Contrast er mælikvarði á hversu mikill munur er á ljósum fleti og dökkum fleti í ljósmynd. Sé contrast mikill í mynd er mikill tónamunur milli bjartasta og dekksta hluta myndarinnar. Myndir segja víst meira en þúsund orð, látum kvikindin þá tala.

Lítill contrastMeiri contrast

Það er kannski hægt að venjast fyrri myndinni, en eftir að maður sér seinni myndina verður gráa slykjan augljós og þá er ekkert snúið aftur.

Athugum þá nokkrar aðferðir við að auka contrast í Photoshop, þær auðveldu fyrst.

Auto Levels

  1. Image – Adjustments – Auto levels. Flóknara er það ekki. Hérna er reyndar líka litaleiðréttingar á ferð.

Brightness/Contrast

  1. Image – Adjustments – Brightness Contrast. Hérna er hægt að ráða magni contrasts. Fer yfirleitt ekki yfir 20.

Unsharp mask

Þetta er dálítið spes leið, skilst að þetta kallist að auka local contrast.

  1. Filter – Sharpen – Unsharp mask
  2. Setja hátt gildi á radius, kannské um 50. Setja svo amount á u.þ.b 10-30.

Levels

  1. Image – Adjustments – Levels
  2. Hreyfið svarta og hvíta sleðann nær miðjunni, eða þannig að þeir koma báðu megin við rætur svörtu “fjallanna”

Curves

Uppáhaldsleiðin mín. Kallað að setja S-kúrvu á myndina.

  1. Image – Adjustments – Curves
  2. Setja tvo punkta inn á línuna og færa þá til þannig að línan myndar S á ská. Eitthvað í þessa átt:

Hérna er semsagt verið að auka birtu ljósra hluta og dekkja þá dökku. AKA auka kontrast.

Meira verður það ekki í bili.

Leave a comment